GÓ Heilsa

Næringar- og lífstílsþjálfun

Um GÓ Heilsu

Heilsan skiptir öllu!

Nánar um GÓ Heilsu

Námskeiðin

 • 6 vikna plöntumiðað næringarnámskeið
  Verð
  frá 15.900 kr
  Útsöluverð
  frá 15.900 kr
  Verð
  Verð
  per 
  Uppselt
 • 6 vikna hefðbundið næringarnámskeið
  Verð
  frá 15.900 kr
  Útsöluverð
  frá 15.900 kr
  Verð
  Verð
  per 
  Uppselt
 • CARB CYCLING
  Verð
  25.900 kr
  Útsöluverð
  25.900 kr
  Verð
  Verð
  per 
  Uppselt

Umsagnir

Hæhæ vildi bara þakka kærlega fyrir mig, gjörsamlega geggjað prógram með nákvæmlega þá áherslu sem ég leitaði að - heilbrigð og góð áhersla á mat og matarvenjur. gæti ekki verið sáttari með þetta, þrátt fyrir að ég hafi aldrei haft jafn lítinn tíma fyrir að hugsa um mat og prepp og borðað jafn óreglulega þá hélt þetta mér alltaf réttu megin við línuna og ég er búin að læra svo ótrúlega margt!

Rakel

Langar að þakka þér kærlega fyrir námskeiðið! Ótrúlega skemmtilegt og gagnlegt. Finnst þetta svo vandað og metnaðarfullt hjá þér!

Sálfræðingurinn í mér elskar líka að markmiðin snúast um það sem maður á að gera en ekki það sem maður á ekki að gera. Sóðan er geggjað að fá pepp og leiðbeiningar frá þér.

Finnst æfingarnar hans Árna líka frábærar. Mun halda áfram að nýta mér æfingarnar og hugsa út frá markmiðunum.

Takk fyrir mig!

Ingibjörg

Ég steig á vigtina í byrjun ágúst 2019 og sá í fyrsta skipti 3gja stafa tölu. Ég ákvað að tími væri kominn að gera eitthvað í mínum málum og rakst á GÓ Heilsu á Instagram. Skráði mig á 6 vikna námskeið sem byrjaði 12 ágúst. Á þessum tíma lærði ég mjög mikið en hafði verið vegan í 3 ár en ekki spáð mikið í hvernig næringu ég væri að fá. Fyrri myndin er í lok september þegar ég var búin með 6 vikna námskeiðið og byrjuð á fullu í ræktinni líka. Ég fann mun á mér í hverri viku. Ég léttist hægt og bítandi og í lok febrúar var ég búin að missa tæp 30 kíló frá því ég byrjaði hjá GÓ Heilsu og ég fer enn að mestu leyti eftir því sem ég lærði og líður mjög vel. Er gríðarlega þakklát og mæli eindregið með þessu fyrir þá sem vantar hjálp við að koma sér af stað í átt að heilbrigðum lífstíl.

Elín Inga

Mig langar að hrósa ykkur fyrir frábært námskeið. Með ykkar hjálp hef ég ekki borðað kjöt í 6 vikur og ásamt því hef ég fylgt öðrum vönum sem við lærum eftir bestu getu. Mér líður mikið betur bæði á líkamaog sál, ótrúlegt hvað rétt næring skiptir miklu máli. Endalaust magn af fróðleik um næringu sem mun nýtast mér áfram. Þrátt fyrir að hafa ekki endilega verið að sækjast eftir líkamlegum breytingum finn ég mikinn mun á mér til hins betra.

Hvað færð þú hjá GÓ Heilsu?

Þegar barn fæðist í heiminn þá vonumst við öll eftir heilbrigðu barni og er það oft það eina sem foreldrarnir biðja um. Við hugsum eins vel um barnið og við mögulega getum. Gefum því bestu fæðuna og höfum umhverfið nærandi og uppbyggilegt. Eftir því sem við eldumst breytast oft áherslur okkar í lífinu. Hvað gerist svo oft yfir lífsleiðina? Jú, við hættum að huga eins vel að fæðunni og umhverfinu okkar.

En afhverju hættum við að hugsa um þessi atriði og það að vera heilbrigð - okkar eigið heilbrigði?

Heilsan ÞÍN og heilbrigði ER forgangsatriði!

Við viljum aðstoða þig við að hafa það þannig og bjóða þér að taka af skarið og láta ekki heilsuna sitja lengur á hakanum!

Við hjá GÓ Heilsu erum hér til þess að hjálpa þér að ná fram markmiðum þínum sem tengjast næringu, hreyfingu og lífstíl og koma þannig jafnvægi á líkama og sál.

Mataræðið er margslungið og hefur áhrif á ótal þætti í lífinu; hreyfingu, andlega heilsu, félagstengsl og margt fleira. Það sem má hins vegar ekki gleyma er að lífið hefur sömuleiðis mikil áhrif á það hvernig mataræðið okkar er, þarna þarf að koma á jafnvægi.

Við bjóðum upp á næringarnámskeið sem fara alfarið fram á netinu. Grunn næringarnámskeið er vinsælasta leiðin til að byrja nýja vegferð með mataræði og lífstíl.

Við erum sérhæfð í plöntumiðuðu mataræði og hefur það námskeið slegið í gegn hjá fjölbreyttum hópi fólks; nýjum grænkerum, þeim sem hafa áhuga á að auka neyslu grænkera afurða og hjá þeim sem hafa lengi verið grænkerar en vilja skerpa á næringarinntökunni. Hér er lögð áhersla á afurðir úr plönturíkinu og við komum inn á það hvað þarf að huga sérstaklega að á plöntumiðuðu mataræði.

Við erum einnig með námskeið sem byggist á því mataræði sem Embætti Landlæknis mælir með fyrir Íslendinga með nokkrum
GÓ Heilsu áherslubreytingum!

Nýlega bættist við námskeið sem við köllum Carb Cycling, þar einbeitum við okkur að kolvetnum og hvernig best sé að haga innöku þeirra til þess að hámarka nýtni þeirra. Þessi aðferð virðist hafa jákvæð áhrif á insúlín næmni líkamans og oft fylgir þyngdartap með þessu meðvitaða mataræði.

Fjögurra vikna framhaldsnámskeið er í boði fyrir þau sem hafa lokið grunn næringarnámskeiðunum (plöntumiðaða og hefðbundna). Þar er farið ítarlega í vítamín og steinefni, áhrif svefns, tímasetningar máltíða, keppnismáltíðir, núvitund og hugarró (e. mindfullness) í mataræði og fleira.

Fleiri námskeið eru í vinnslu, svo fylgstu vel með! 

Við viljum vera til staðar fyrir þig í þinni vegferð sem er einstök!
Hafðu endilega samband á goheilsa@goheilsa.is ef þú vilt vita meira um námskeiðin eða fá einstaklingsmiðaða þjónustu.

Nærðu líkama og sál

Nánar um námskeiðin

Fróðleikur

Uppskriftir

Fyrirtækjaþjónusta

GÓ Heilsa bíður einnig upp á fyrirtækjaþjónustu.

Viltu fá næringarfyrirlestur inn í fyrirtækið þitt? Við höfum mikla reynslu af því að halda fyrirlestra um næringu og þá sérstaklega hvernig gott sé að auka grænan kost og huga að umhverfisvænna mataræði.

Við bjóðum einnig upp á aðstoð við matvælafyrirtæki að reikna út næringargildi og setja upp innihaldslýsingar. Við getum einnig sett upp gæðahandbók fyrir matvælafyrirtækið þitt og framkvæmt innri úttektir. Rík þekking á ISO og BRC gæðastöðlum.

Hafðu samband á goheilsa@goheilsa.is til að fá nánari upplýsingar.