UM GÓ HEILSU


Heilsan skiptir öllu!

Eigendur og stofnendur GÓ Heilsu eru Guðrún Ósk Maríasdóttir og
Árni Björn Kristjánsson.

Guðrún hefur lokið B.Sc námi í næringarfræði og M.Sc í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún keppti lengi sem afreksíþróttakona sem markmaður í handbolta og er með level 1 í CrossFit þjálfun. Nú liggja áhugamálin helst í náttúruveru, jógaiðkun og er hún lærður jógakennari, flot þerapíu þar sem hún leiðir einstaklinga inn í djúpa slökun og innri vitund í vatni ásamt því að huga sérstaklega að núvitund í daglegu lífi og heilbrigðu mataræði. Sérstaklega hefur hún áhuga á plöntumiðuðu mataræði og hvernig hægt sé að samtvinna núvitund og almenna líkamsvitund með mataræði og ná þannig fram miklum heilsubætandi áhrifum - fyrir líkama og sál.

Árni Björn er með B.A í lögfræði, stundar M.A nám í viðskiptalögfræði og starfar sem fasteignasali með áhuga á líkamlegu og andlegu atgerfi. Hann hefur stundað CrossFit á afreksstigi í fjölda ára og m.a. farið þrisvar sinnum á CrossFit heimsleikana með liði og tvisvar sinnum á Regionals sem einstaklingur.

Helsti drifkrafturinn bakvið GÓ Heilsu er löngun okkar til þess að hjálpa einstaklingum í sinni vegferð að bættum lífsstíl í gegnum næringu og líkamlega og andlega þjálfun.

Hvort sem þig vantar hjálp við að vinna að betra samband við mat, léttast, viðhalda þyngd, þyngjast eða til þess að hámarka líkamlega getu út frá næringu og lífstíl þá getum við aðstoðað þig.

Það er okkur hjartansmál að þú upplifir þetta líf sem víbrandi ferðalag þar sem þú getur tekið á móti erfiðum og góðum tilfinningum í sátt og elskir lífið svo mikið að þig langi stöðugt að vinna í því að verða betri manneskja.

Næringarríkar uppskriftir, daglegur fróðleikur á námskeiði, fagleg ráðgjöf, persónulegur stuðningur, fyrirlestrar, heimaæfinga prógram, innkaupalistar og matseðlar eru dæmi um verkfæri sem við notum í vegferðinni á námskeiðum GÓ Heilsu.

Vertu með okkur,
​GÓ Heilsa er hér fyrir þig!