Hvítlauksbrauð
Ó þú dásemdar hvítlaukur!
Ég er yfir mig hrifin af hvítlauk og nota hann í flesta rétti sem ég bý til. Oft nota ég ferska hvítlauk en ég nota líka mikið hvítlauks paste og hvítlauksduft.
Hvítlauksbrauð hentar sem meðlæti með mörgum réttum. Það er sérstaklega gott með Rjómalagaða Sveppapastanu sem ég mæli með að þú prófir við fyrsta tækifæri!
Það er sérlega gott að nota súrdeigsbrauð sem er á síðasta snúning en annars hentar að nota hvaða brauð sem er.
Fyrir hve marga: 4
Undirbúningur: 5 mín
Eldunartími: 10 mín
Erfiðleikastig: Auðvelt
Uppskrift
1/3 bolli olía (ég nota oftast avocado olíu)
1-2 hvítlauksgeirar eða 1 tsk hvítlauks paste
1 lúka fersk steinselja, smátt skorin
1 tsk gróft/sjávar salt
1 tsk svartur pipar
1 tsk hvítlauksduft
Vegan ostur - magn og tegund eftir smekk (ég nota oftast Nature&Moi Tex Mex rifinn)
Leiðbeiningar
Hitaðu ofninn á 180°C.
Blandaðu saman í skál olíu, hvítlauksgeirum/paste-i og steinselju. Gott er að leyfa þessu að liggja saman í 10-15 mínútúr fyrir notkun (og geymist vel í kæli ef þú vilt eiga til fyrir vikuna) en það er ekki nauðsynlegt.
Taktu fram súrdeigsbrauðsneiðarnar og penslaðu þær með vel af olíu. Stráðu smá pipar og hvítlauksdufti yfir hverja sneið. Því næst fer osturinn ofaná og í lokin myl ég smá sjávarsalt á milli fingranna yfir hverja brauðsneið. Herlegheitin fara svo inn í ofn við 180°C í 7-10 mín eftir ofnum. Þú gætir viljað setja á blástur síðustu 2 mínúturnar til að fá gullin lit á ostinn. Brauðið verður líka stökkara við blástur.
Njóttu vel með hvaða rétti sem er og endilega skildu eftir komment ef þú prófar þessa uppskrift!
GÓ Heilsa